Jólahlaðborð í hjarta Tröllaskagans.

Starfsmenn og makar brugðu sér á jólahlaðborð á dögunum, eftir miklar tarnir að undaförnu. Hótel Sigló og veitingastaðurinn Rauðka á Siglufirði urðu fyrir valinu. 

Óhætt er að mæla með ofangreindum stöðum til slíkra hátíðarbrigða þar sem öll aðstaða og þjónusta er til fyrirmyndar. Vel mætti halda því fram að Tröllaskaginn hafi löngum verið mekka mótorsportsins, þá sérstaklega vélsleðasportsins, á Norðurlandi. Því mætti færa góð rök fyrir því að vélsleðamaðurinn eigi hvergi betur heima en í umhverfi Tröllaskagans. 

Starfsmenn Cobolt þakka fyrir sig, og mæla sumsé eindregið með Hótel Sigló og tilheyrandi stöðum.