Flott sleðaspyrna um liðna helgi.

Blásið var til vélsleðaspyrnu í nágrenni Grenivíkur um liðna helgi í fádæma góðu veðri. Nokkuð er liðið síðan "formleg" keppni í einhverju vélsleðatengdu var haldin, og er skemmst frá því að segja að keppnin tókst einkar vel. Mæting var mjög góð, bæði meðal keppenda og áhorfenda, veðrið lék við viðstadda og furðulega fá "áföll" urðu á græjunum sem mættar voru til þáttöku.

Á ráslínu mátti sjá rjómann af íslenskri vélsleðamenningu. Elsti sleði sem mættur var til leiks var Arctic Cat Thundercat, sennilega um 2000 módel. Í hinn endann mátti sjá splúnkunýjar græjar frá nánast öllum framleiðendum, en þónokkrir 2016 Polaris voru á svæðinu, sem og nýr Lynx í eigu Einars Sigurðssonar, nýr Ski Doo Freeride í höndum Spjóta frá Húsavík og nýr Arctic Cat HCR. 

Ótvíræðir sigurvegarar spyrnurnar voru samt sem áður fjórgengis Yamaha turbó sleðarnir frægu. Grétar Óli Ingþórsson sigldi sínum Yamma til sigurs í opna flokknum, en sá flokkur innihélt m.a tvö stk  Arctic Cat Prolite 940cc, Polaris IQR 1200cc triple, Arctic Cat M8 Turbó og fleiri bitmiklar græjur. 

Þetta var flott framtak og eiga stuðningsaðilar spyrnunnar lof skilið fyrir ómakið. Má þar fremsta í flokki nefna Kontorinn Veitingastað á Grenivík, meðlimi TEAM 23 og KKA. Meira svona takk.