Flott verkefni

Cobolt menn hafa um árabil tekið að sér að filma rúður, einkum í einkabíla, en þó hafa inn á milli læðst bátarúður, sturtugler og fleira. Nýverið bættust svo dráttarvélar í þennan hóp, þegar fyrsta flokks töffararnir frá Finn ehf mættu með Fendt vél í filmun. Talið er að filmunin þjóni bæði praktískum og fegrandi tilgangi, því eins og alkunna er þá skín alltaf sólin á Akureyri.