Fjórhjól komið í spariskóna.

Lengi má bæta það sem gott er, og hér er nýtt fjórhjól frá okkur komið á hraustan dekkjagang sem situr á breyttum/breikkuðum stálfelgum. 

Dekkin sem um ræðir eru Bighorn 26x12x12, jafnbreið allan hringinn. Til að ná hámarksgetum úr slíkum hjólbörðum þarf felga að vera í viðeigandi breidd. Með auknum vinsældum snjóaksturs á fjórhjólum og buggý bílum hefur velta með slík dekk og felgur aukist verulega, og hér er kristaltært dæmi um "að fara alla leið". 

Cobolt getur séð um felgubreytingar og útvegað bestu dekkin markaðnum fyrir allar týpur fjórhjóla.