Nýtt sexhjól með breytingapakka afhent.

Haustið er líklegast sá tími þar sem flest fjórhjól er tekin úr skúrum eða af hlaði og brúkuð. Ár eftir ár sanna þessir vinnuhestar gildi sitt þegar kemur að göngum, og svo er jú er til dágóður hópur manna sem nota þessi verkfæri einungis til yndisauka, sumar vetur vor og haust. 

Þarna inn á milli er svo til þriðji hópurinn sem brúkar þessar græjur sem björgunartæki. Þau eru líklega ófá skiptin sem það hefur komið sér vel að hafa fullbúið fjór/sexhjól á kantinum þegar þörf krefur. 

Cobolt er nú að afhenda veglegt Polaris sexhjól til góðs viðskiptavinar sem státar af öllu því besta sem fyrirfinnst í þessum geira í dag. Hjólið er komið einn öflugasta dekkjagang sem þekkist hérlendis og er ríkulega búið aukahlutum. Við óskum Björgunarsveitinni í Hrísey til hamingju með sexhjólið.