Snjórinn kominn og sleðarnir birtast

Það var þá loksins að snjórinn lét sjá sig hér norðan heiða, og við þau tækifæri birtast gjarnan sleðamenn upp úr öllum gjótum. Sparihluti verkstæðisins er undirlagður hinum ýmsustu græjum og partýið er greinilega að byrja. 

Þrátt fyrir að snjórinn hafi látið bíða svolítið eftir sér miðað við oft áður, þá er allt útlit fyrir að 2017 sleðaseason-ið verði í meira lagi álitlegt. Sjaldan, ef nokkurn tíman hefur sala nýrra vélsleða náð þeim hæðum sem hún er í núna. Ennfremur hefur verðþróun í geiranum verið í jákvæða átt og miklar lækkanir átt sér stað. 

Nýji Ski-Doo Gen4 850cc sleðinn hefur verið fyrirferðarmikill í umræðunni og allnokkur eintök hafa ratað á Norðurland. Cobolt hefur metnað fyrir að geta liðsinnt eigendum allra tegunda vélsleða og höfum m.a flutt inn demparakitt og pústkúta fyrir téðan Ski-Doo sleða. Eigendur sleðanna eru nú í startholunum við að prufukeyra græjurnar. Við erum ekki minna spenntir en næsti maður í að sjá hvernig þessir sleðar reynast.