Cobolt Verkstæði er alhliða bíla- og tækjaverkstæði á Akureyri með áherslu á innflutning vara- og aukahluta. 

Cobolt Verkstæði er umboðsaðili Sherco mótorhjóla á Íslandi, þjónustuaðili IB ehf og Bílabúðar Benna á Akureyri. 


 

Fréttir


Ný Sherco sending

Eins og sjá má á þessum myndu eru alltaf að bætast við Sherco vörur í salinn hjá okkur. Okkar markmið er að bjóða góða þjónustu og góðar vörur á sanngjörnu verði, kíkið endilega á okkur.


Fyrstu hjólin seld

Það var Knútur G. Henrýsson sem reið fyrstur á vaðið og festi kaup á 2020 Sherco 300 SE Factory, fyrsta hjólið sem Sherco Ísland afhendir. Fast á hæla hans kom Hr. 711, Pétur Birgisson, þegar hann tryggði sér nýtt Sherco 450 SEF-R. Við óskum þeim enn og aftur til hamingju og fylgjumst spenntir með þeim.


Cobolt Verkstæði nýr umboðsaðili Sherco mótorhjóla á Íslandi

Kynningarkvöld Sherco var haldið fimmtudagskvöldið 15. ágúst í sýningarsal Sherco Ísland að Freyjunesi 6. Hægt var að skoða helstu hjólin úr 2020 línunni, fatnað og fleiri vörur. Var margt um manninn og gaman hversu margir komu til að fagna þessum tímamótum með okkur. Takk fyrir komuna.